Ummæli Eimskipa
Frá og með árinu 2004 hefur Múlakaffi annast mötuneytisþjónustu Eimskips í Sundahöfn. Matreiðslan fer fram í eldhúsi Eimskips staðsett í Vöruhóteli félagsins og er borinnf ram á þremur stöðum, í mötuenyti Vöruhótels, í matsal Sundakletts og mötuneyti Flytjanda. Alls borða um 400 manns í mötuneytum Eimskips daglega árið um kring. Megin þunginn er í hádeginu, en jafnframt er matur reiddur fram fyrir minni hópa á kvöldin, á næturvöktum og um helgar ef á þarf að halda. Sveigjanleiki þjóustunnar með hliðsjón af breytilegum þörfum félagsins er mikill.
Múlakaffi hefur sinnt verkefninu af kostgæfni, lagt metnað í þjónustuna og sýnt frumkvæði. Gæði matarins er í samræmi við væntingar og þeir sem hafa jafnframt haldið utan um hreinlæti og vottanir því tengt með ágætum. Segja má að heilt yfir ríki almenn ánægja með matseðilinn, þó svo auðvitað megi finna innanum misjafnar skoðanir frá degi til dags enda hópurinn er nýtur þjónustunnar stór, fjölbreytt samsetning starfa, breiður aldurshópur og af mörgum þjóðernum.
Umsjón með mötuneytisþjónustunni er í höndum Guðjóns Harðarsonar og sinnir hann verkefninu af miklum sóma.
Að fenginni reynslu mælir Eimskip hikluast með mötuenytisþjónustu Múlakaffis.
Virðingafyllst
Benedikt I. Elísson
Forstöðumaður