Þorrinn 2024

Þorramatur - þorratrog

Pantaðu þína þorraveislu  í tæka tíð

Þorratrogin sívinsælu eru á sínum stað. Hægt er að panta fyrir 6 eða fleiri og tökum við forskot á sæluna og byrjum að afgreiða trogin föstudaginn 12. janúar

Þegar þú pantar trog getur þú verið viss um að þú fáir smakk og gott betur af öllu því sem þorrinn hefur upp á að bjóða. Súrmaturinn í öllu sínu veldi og nýmetið svíkur engan. Þar má finna harðfisk, hangikjöt, síldarsalöt, rófustöppu, nýja sviðasultu, sviðakjamma, baunasalat, rúgbrauð, flatbrauð og smjör. Einnig fylgir með heitt saltkjöt, kartöflur og uppstúf.

PANTA ÞORRAMAT

Við blótum þorrann með hátíðarbrag í Múlakaffi Hallarmúla

Bóndadagurinn er að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í Múlakaffi Hallarmúla og verður opið allan daginn. Glæsilegt þorrahlaðborð með öllu tilheyrandi verður á boðstólnum bæði í hádeginu og um kvöldið
Vertu viss um að fá smakk af öllu því besta og gerðu þér ferð í Hallarmúlann
Hádegi frá kl 11 til 14 og kvöld frá kl 17 til 20

Verð: 5.900 kr.

 

Þorrinn 2024...

Konungar þorrans....

Þjóðleg íslensk matarmenning er okkur í Múlakaffi í blóð borin, enda höfum við selt þorrramat í yfir hálfa öld. Það er ekki að ósekju sem Múlakaffi hefur verið nefnt Konungur þorrans og kappkostum við að standa undir þeirri nafnbót. 

Nú sem fyrr er allur okkar súrmatur lagaður í Múlakaffi þar sem eingöngu er notast við íslenska mjólkurmysu og hefðbundnar íslenskar aðferðir. Þorrameistararnir okkar hefja súrvinnslu snemma á haustin, gefa sér góðan tíma og leggja alúð í framleiðsluna

Hjónabakkar

Nýmeti og súrmeti fyrir tvo - eða hjónabakkinn sívinsæli - frábær gjöf til bóndans á bóndadaginn sjálfan

 

 

Hjónakassinn er tilvalinn fyrir tvo og er vel útilátinn að vanda. Hann nýtur mikilla vinsælda en við hefjum sölu föstudaginn 26.janúar og eru þeir seldir á opnunartíma veitingastaðarins í Hallarmúla

Súrmeti og nýmeti koma í sitt hvorum kassa svo hægt er að kaupa meira af öðru

Súrmeti 

Hrútspungar - sviðasulta

Lundabaggar  - lifrapylsa

Hákarl og rófustappa

Nýmeti 

Hangikjöt - Harðfiskur 

Karrýsíld og rauðrófusíld

Rúgbrauð - Smjör

Rófustappa  og ný sviðasulta

Kaupa hjónabakka

 

 Súrmeti 

Hrútspungar - súr sviðasulta

Lundabaggar  - Lifrapylsa

 

Nýmeti 

Hangikjöt úr læri - Harðfiskur - Hákarl

Síldarsalat - tvær tegundir

Flatbrauð - Rúgbrauð - Smjör

Ný sviðasulta - sviðakjammar

Köld rófustappa - Ítalskt salat

Heitir réttir

Soðið saltkjöt með uppstúf og kartöflum

 

 6 - 10 manns : verð per mann - 7.900,-

11 -  20 manns: verð per mann  - 7.500,-

21 - 50 manns: verð per mann - 7.200,-

+ 50 manns : verð per mann - 6.950 ,-

Kaupa þorratrog