Fyrirtækið

Fyrirtækið

 

framúrskarandi fyrirtæki

Um Múlakaffi

Múlakaffi var stofnað árið 1962 og er óhætt að segja að fyrirtækið sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki.  Í dag rekur Múlakaffi eina stærstu veisluþjónustu landsins þar sem stöðugt er leitast við að fara ótroðnar slóðir  til þess að koma viðskiptavinum okkar á óvart.  

Veitingastaðurinn Múlakaffi er hjarta fyrirtækisins og er staðsettur í Hallarmúla.  Þar fer öll framleiðslan fram  og starfa þar um 30 manns. 

Fyrirtækjaþjónustan er stór hluti af rekstrinum enda hafa ófá íslensk fyrirtæki verið  í áskrift hjá okkur í áratugi, hvort sem um ræðir nokkra matarskammta á dag eða heildarumsjón með veitingarekstur og starfsmannahald. 

 

Stefnur

Mannauðsstefna Múlakaffi

Persónuverndarstefna Múlakaffis

Jafnréttisáætlun Múlakaffis

Jafnlaunastefna Múlakaffis

Jafnlaunavottun Múlakaffis  

Kokkar

 

Dótturfélög

 Múlakaffi á hlut í félaginu KH Veitingar ehf. sem sér um alla ráðstefnu- og veisluþjónustu  í Hörpu. Aðrir hluthafar eru hjónin Leifur Kolbeinsson og Jónína Kristjánsdóttir. Veisluþjónustan leggur sig fram við að veita framúrskarandi og um leið persónulega þjónustu þar sem áhersla er lögð á gæði, hagkvæmni og fallega framsetningu.

 

Múlakaffi ehf.
kt. 660772-0229
Hallarmúla, 108 Reykjavík
s: 553-7737
mulakaffi@mulakaffi.is