Intro Höfðatorgi
Nýr veitingastaður hefur opnað á Höfðatorgi þar sem boðið er upp á nýja nálgun á hádegishlaðborð fyrir starfsfólk Höfðatorgs og nágrennis. Staðurinn ber nafnið Intro og er staðsettur í glerskálanum í Turninum í Höfðatorgi.
Staðurinn er hluti af nýrri stefnu sem er vaxandi í nýbyggingum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eitt hádegishlaðborð sem starfsmenn allra fyrirtækja í nærumhverfinu hafa aðgang að. „Við erum afar stolt af Intro, þetta er samvinnuverkefni með Reginn, sem er rekstraraðili Höfðatorgs, og í raun framtíðin í hádegishlaðborðum,“ segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis.